Ferill 506. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 506 . mál.


1231. Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum í kjölfar samdráttar í þorskafla.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund Sigurð Guðmundsson frá Byggðastofnun, Guðmund Jóhannsson frá fjármálaráðuneyti, Húnboga Þorsteinsson frá félagsmálaráðuneyti, Árna Benediktsson frá Íslenskum sjávarafurðum hf., Halldór Guðbjarnason og Friðgeir Baldursson frá Landsbanka Íslands, Ragnar Önundarson frá Íslandsbanka, Kristján Ragnarsson frá LÍÚ, Ágúst Elíasson frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Þórð Friðjónsson frá Þjóðhagsstofnun og Þórð Skúlason og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þá fór nefndin til Ísafjarðar og fundaði þar með eftirtöldum aðilum: Pétri Sigurðssyni, Karitas Pálsdóttur, Óðni Baldurssyni, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, Daða Guðmundssyni og Sigurði R. Ólafssyni frá Alþýðusambandi Vestfjarða, Magnúsi Guðjónssyni frá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna, frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga Kristni Jónssyni, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Guðfinni Pálssyni, Jóhanni T. Bjarnasyni og Bergi Torfasyni, frá Útvegsmannafélagi Vestfjarða og Vinnuveitendasambandi Vestfjarða Ingimar Halldórssyni, Jóni Páli Halldórssyni, Guðfinni Halldórssyni, Guðmundi Agnarssyni, Þorleifi Pálssyni, Jóhannesi Jónssyni, Guðfinni Pálssyni, Guðjóni Indriðasyni og Eggerti Jónssyni. Sigurður Guðmundsson og Aðalsteinn Óskarsson frá Byggðastofnun sátu þennan fund á Ísafirði með nefndinni.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingin felst í því að ráðherra verði veitt heimild til að setja nánari reglur um framkvæmd laganna með reglugerð.

Alþingi, 6. maí 1994.



Vilhjálmur Egilsson,

Sólveig Pétursdóttir.

Guðjón Guðmundsson.


frsm.



Rannveig Guðmundsdóttir.